Erlent

Morðið á Hariri tengist 14 öðrum árásum

Rafik Hariri er enn afar dáður í Líbanon. Gröf hans í miðborg Beirútborgar er veglega útbúin og einn af helstu ferðamannastöðum þar í borg.
Rafik Hariri er enn afar dáður í Líbanon. Gröf hans í miðborg Beirútborgar er veglega útbúin og einn af helstu ferðamannastöðum þar í borg. MYND/HeS
Rannsóknin á morðinu á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, hefur leitt í ljós tengsl milli morðsins á Hariri og 14 annarra árása sem gerðar hafa verið í Líbanon síðan þá. Rannsóknarlögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna halda áfram viðtölum og rannsóknum og segja að Sýrlendingar sýni "almennt ásættanlegan" samstarfsvilja.

Hariri gagnrýndi harkalega veru Sýrlendinga í Líbanon og lést, ásamt 22 öðrum, þegar gífurleg sprengjuárás var gerð á bílalest hans í miðborg Beirútar í febrúar árið 2005. Sérstök rannsóknarnefnd og dómstóll voru stofnuð af Sameinuðu þjóðunum til þess að rannsaka morðið á Hariri. 14 öðrum árásum sem virtust á einhvern hátt einhvern drifnar af pólitískum ástæðum hefur síðan verið bætt við lögsögu dómstólsins. Síðasta viðbótin er morðið á iðnaðarráðherra Líbanons Pierre Gemayel, sem var skotinn í bíl sínum þann 21. nóvember síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×