Erlent

Neytendamálaráðherra Danmerkur ekki á leið út úr ríkisstjórn

MYND/Reuters

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði því á bug að neytendamálaráðherra landsins Lars Barfoed væri á leið út úr ríkisstjórninni eftir harða gagnrýni fyrir skort á eftirliti með matvælafyrirtækjum.

Í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar í Danmörku er ráðherrann harðlega gagnrýndur fyrir þátt sinn í svokölluðu kjöthneysksli en komið hefur í ljós að mikið vantaði upp á eftirlit hjá matvælaeftirliti landsins með matvælum sem flutt voru inn til landsins.

Málið hófst í fyrra þegar yfir 1000 Danir veiktust og fimm létust af völdum sýktra hindberja sem flutt höfðu verið inn frá Póllandi. Þá kom í ljós fyrr á þessu ári að fyrirtæki í landinu seldi eldgamalt kjöt í tonnavís og til þess að bæta gráu ofan á svar var einnig greint frá því að matvælaeftirlitið hefði ekki heimsótt yfir 2100 búðir og veitingastaði í fyrra og kannað aðstæður þar.

Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur farið fram á að Lars Barfoed segi af sér vegna málsins en því neitar Anders Fogh Rasmussen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×