Erlent

Íslamskur skæruliðahópur hótar fleiri sprengjum í Alsír

Alsírskur skæruliðahópur íslamskra öfgasinna hefur lýst ábyrgð á hendur sér á sprengjuárás á rútu sem flutti erlenda olíuiðnaðarmenn. Þá varar hópurinn við frekari árásum. Alsírskur bílstjóri rútunnar lést í árásinni á sunnudaginn og særði níu manns, þeirra á meðal fjóra Breta og einn Bandaríkjamann.

Þetta er í fyrsta skipti í fjölda ára sem ráðist er markvisst á erlenda ríkisborgara í Alsír. Yfirlýsingin frá hópnum birtist á vefsíðu þar sem íslamskir öfgahópar birta stundum skilaboð. Þar sagði einnig: "við minnum alla múslima í Alsír á að forðast hagsmuni svikaranna ... þar sem (þessir hagsmunir eða þessir einstaklingar) eru núna skotmörk."

Hópurinn nefnir sig Salafistahreyfinguna fyrir bænahald og baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×