Erlent

Rændu 70 milljónum úr brynvörðum bíl

Íraskir byssumenn dulbúnir sem hermenn stálu í dag einni milljón Bandaríkjadala, að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna, úr brynvörðum bíl sem var á leið til íraska seðlabankans í Bagdad. Ræningjarnir 10 rændu einnig fjórum öryggisvörðum á einni erilsömustu götu höfuðborgarinnar.

Að minnsta kosti 16 manns hafa látist í Írak í dag, þeirra á meðal barnshafandi kona sem var skotin til bana ásamt þremur börnum hennar í þorpi fyrir sunnan Kirkuk. Lögregla sagðist ekki vita hvers vegna sú fólskulega árás hefði verið framin en nefndi að eiginmaður konunnar hafi verið Kúrdi og meðlimur í gamla þjóðhernum, frá tímum Saddams Husseins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×