Erlent

Fresta aðildarviðræðum Tyrkja

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykkti á fundi sínum í dag að fresta hluta af undirbúningsviðræðum um aðild Tyrkja að ESB um óákveðinn tíma. Tregðu Tyrkja við að opna Kýpverjum hafnir sínar og flugvelli er sögð ástæðan.

Ráðherrarnir samþykktu með atkvæðagreiðslu að frysta átta af 35 málefnum, sem snúa að viðskiptum og samgöngum og endurskoða samstarfsvilja Tyrkja reglulega fram til ársins 2009. Aðrir hlutar samningaviðræðnanna munu halda áfram en niðurstaða í þeim bíður þess að viðræðurnar í heild sinni verði til lykta leiddar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×