Erlent

Von á yfirlýsingu um framtíð Pardews hjá West Ham

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, og knattspyrnustjórinn Alan Pardew daginn sem tilkynnt var að íslensku fjárfestarnir tækju við félaginu.
Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, og knattspyrnustjórinn Alan Pardew daginn sem tilkynnt var að íslensku fjárfestarnir tækju við félaginu. MYND/AP

Greint var frá því á Sky-sjónvarpsstöðinni fyrir stundu að vænta mætti yfirlýsingar frá Íslendingafélaginu West Ham um framtíð knattspyrnustjórans Alans Pardews síðar í dag.

Hið virta breska dagblað, The Times, segir í morgun að starf hans hangi á bláþræði eftir stórtap gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Eggert Magnússon mun hafa kallað Pardew til neyðarfundar fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×