Erlent

Konungur Sáda segir Arabaheiminn suðupott sem gæti sprungið

Leiðtogar arabaríkja við Persaflóa funda í dag og á morgun á vegum leiðtogaráðs Persflóaríkja (GCC) í Riyadh höfuðborg Saudi Arabíu til að ræða sameiginlegt gjaldeyrisbandalag ríkjanna, sem fyrirhugað er að koma á laggirnar 2010. Vaxandi áhrif Írana á Persflóasvæðinu verða líka til umræðu. Abdullah, konungur Sádí Arabíu varaði við því í opnunarræðu, að arabaheimurinn væri eins og suðupottur sem lokið væri við það að springa af. Hann sagði hætturnar leynast víða í Arabaheiminum og benti á ástandið í Palestínu, Írak og Líbanon í þessu sambandi. Fulltrúar Sádí Arabíu, Qatar, Bahrain, Oman, Kuwait and the Sameinuðu arabísku furstadæmanna sækja fundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×