Erlent

Staða Palestínumanna verri en blökkumanna undir Apartheid

Stefna Ísraela í málefnum Palestínu býr Palestínumönnum verri aðbúnað en svartir bjuggu við á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Þetta sagði Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseti þegar hann svaraði spurningum um efni bókar sem hann skrifaði og er orðin metsólubók í Bandaríkjunum. Bókin heitir "Palestína, friður, ekki aðskilnaður" og er afar umdeild af gyðingum og stuðningsmönnum Ísraelsmanna. Einn helsti ráðgjafi Carters, Kenneth Stein, sagði af sér vegna gagnrýninnar. Carter segist vona að bókin verði til þess að vekja umræður um stefnu Ísraelsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×