Erlent

Rumsfeld ekki ábyrgur fyrir pyntingum

Rumsfeld verður líklega ekki sakfelldur, að mati dómara.
Rumsfeld verður líklega ekki sakfelldur, að mati dómara. MYND/AP

Bandarískur dómari sagðist í dag efast um að hægt væri að sækja Donald Rumsfeld til saka fyrir pyntingar bandarískra hermanna á föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Thomas Hogan, dómari, sagði að þó að pyntingar væru óásættanlegar, þá væri ekki víst að níu írösk fórnarlömb þeirra gætu dregið varnarmálaráðherrann til ábyrgðar.

"Þess háttar mál hefur aldrei komið fyrir dómstóla áður," sagði hann í dag. Íraskir og afganskir borgarar, með aðstoð bandarískra mannréttindalögmanna hafa stefnt Rumsfeld og nokkrum öðrum yfirmönnum í bandaríska hernum fyrir að hafa heimilað illa meðferð á föngum og ekki brugðist við til að stöðva pyntingar, sem brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, alþjóðalögum og lögum bandaríska hersins.

Stefnendurnir eru á aldrinum 20 til 61s árs og segjast þeir hafa verið stungnir, kynferðislega áreittir, hent í ískalt vatn og barðir þar sem þeir hengu á hvolfi í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi og öðrum bandarískum fangelsum. Enginn þeirra hefur verið ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×