Erlent

Seselj hættur að svelta sig

Stuðningsmenn Vojislavs Seselj halda á mynd af honum.
Stuðningsmenn Vojislavs Seselj halda á mynd af honum. MYND/AP
Öfgaþjóðernissinninn serbneski Vojislav Seselj, er hættur við mótmælasvelti sem hann hefur haldið til streitu í 28 daga. Hann svalt sig til að krefjast þess meðal annars að skipt yrði um dómara í máli hans fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Hann hefur verið þar í haldi síðan árið 2003, ákærður fyrir stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×