Erlent

Engin niðurstaða í Íransviðræðum

Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands tilkynnti blaðamönnum niðurstöðu diplómatanna, - eða skort þar á, öllu heldur.
Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands tilkynnti blaðamönnum niðurstöðu diplómatanna, - eða skort þar á, öllu heldur.

Viðræður sex valdamikilla ríkja um viðbrögð við kjarnorkuáætlun Írans enduðu í dag í París án þess að diplómatarnir kæmust að endanlegri niðurstöðu um viðskiptahindranir gegn Írönum, samkvæmt upplýsingum frá franska utanríkisráðuneytinu. Fulltrúar ríkjanna koma næst saman til fundar í New York til að reka smiðshöggið á tillögu sína.

"Við náðum nokkrum sáttum um umfang viðskiptaþvingananna ... en það eru enn nokkrir lausir endar sem við þurfum að íhuga á næstu dögum," segir í tilkynningu frá franska utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×