Erlent

Nektardansinn er skattfrjáls listviðburður

Þetta er skattfrjálst í Noregi.
Þetta er skattfrjálst í Noregi.

Dómstóll í Noregi úrskurðaði í dag að nektardansstaðir þyrftu ekki að greiða virðisaukaskatt af starfsemi sinni, því hún félli í flokk með listrænum viðburðum og starfsmennirnir væru listamenn. Skattstjóri í Noregi hafði stefnt skemmtistaðnum Blue Engel fyrir að neita að rukka viðskiptavini um 25% skatt á inngöngumiða.

Lögmaður eiganda staðarins, Stein Fagerhaug, segist í samtali við norska vefmiðilinn Nettavisen giska á að siðferðisástæður hafi legið að baki kæru skattstjórans, vegna þess að danssýningar séu að jafnaði skattfrjálsar í Noregi.

Ekki er ljóst hvort skattstjóri muni áfrýja til hæstaréttar en ríkinu var einnig gert að greiða málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×