Erlent

Gates vill ekki ráðast á Íran

Gates mætir til blaðamannafundarins í Pentagon.
Gates mætir til blaðamannafundarins í Pentagon. MYND/AP

Bandaríkin munu ekki ráðast á Íran nema allt annað hafi verið reynt. Þetta tilkynnti Robert Gates, sem mun taka við embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna af Donald Rumsfeld, í dag. Hann segist þess fullviss að Íranar séu að smíða kjarnavopn en segir að Bandaríkin ættu fyrst að reyna diplómatískar leiðir til þrautar með milligöngu samstarfsríkja.

Gates kom fyrir þingnefnd öldungadeildarinnar í dag og svaraði spurningum öldungadeildarþingmanna. Hann sagðist leiðtoga Írans ljúga þegar þeir segðu kjarnorkuáætlun landsins eingöngu í friðsamlegum tilgangi.

Gates sagðist einnig munu forðast í lengstu lög að ráðast á Sýrland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×