Erlent

Hátt í 50 létust í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti 45 létust þegar troðfull rúta hrapaði ofan í gljúfur í Andesfjöllunum í suðurhluta Perús seint í gærkvöld. Frá þessu greindi lögregla í Perú í dag. Hún telur líklegast að bílstjóri rútunnar hafi ekið of greitt og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í 500 metra djúpt gljúfur.

Hundruð manna farast í rútuslysum í Perú á hverju ári en yfirvöld í landinu hafa ákveðið að skera upp herör gegn slíkum slysum með því meðal annars að loka ólöglegum rútubílafyrirtækjum og setja lög um hvíldartíma rútubílstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×