Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, segist ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins.
Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins.