Erlent

Hrósar Venesúela en minnist ekki einu orði á Chavez

Hugo Chavez heilsar fólkinu þegar úrslit voru ljós af svölunum á heimili sínu í Caracas í Venesúela.
Hugo Chavez heilsar fólkinu þegar úrslit voru ljós af svölunum á heimili sínu í Caracas í Venesúela. MYND/AP

Fulltrúi Hvíta hússins hrósaði í dag venesúelsku þjóðinni fyrir að taka þátt í lýðræðislegum forsetakosningum en minntist ekki einu orði á Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Chavez er svarinn óvinur Bandaríkjamanna og líkti Bush Bandaríkjaforseta við djöfulinn í frægri ræðu í fyrra.

"Við óskum venesúelsku þjóðinni til hamingju með að hafa á þennan hátt rækt skyldur sínar við lýðræðisþróun í landinu", sagði Kate Starr, talskona fyrir öryggisráð Hvíta hússins í ræðu í dag. Hún minntist ekki einu orði á Hugo Chavez en hrósaði helsta keppinauti hans, Manuel Rosales, fyrir drengilega kosningabaráttu.

Chavez sagði í gær að sigur hans væri stóráfall fyrir Bush, eða herra Hættu, eins og hann kallar Bandaríkjaforseta gjarnan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×