Erlent

NASA byggir á tunglinu

Bráðum búum við á tunglinu og hundarnir geta spangólað í átt að jörðinni.
Bráðum búum við á tunglinu og hundarnir geta spangólað í átt að jörðinni. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, sagðist í dag ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins.

Endanleg hönnun tunglstöðvarinnar er enn eftir, bæði hvað varðar útlit og hlutverk og rannsóknarefni geimfaranna þar. Opnun tunglsetursins hefur heldur ekki verið dagsett.

Pólsvæði tunglsins þykja ákjósanlegri til húsbyggingar heldur en miðbaugssvæðin, þar sem þar er jafnara hitastig, auk þess sem þar nýtur sólar í lengri tíma en um miðbik hnattarins, sem er lykilatriði fyrir sólarorkuver sem myndu knýja geimstöðina. Einnig vonast NASA-menn til þess að pólar tunglsins lumi á vetni, ís og öðrum efnum sem nauðsynleg eru til framfærslu manna á tunglinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×