Erlent

Rússneskur templaraprestur brenndur inni

Úr víngeymslu íslensku þjóðarinnar, Vínbúð ríkisins.
Úr víngeymslu íslensku þjóðarinnar, Vínbúð ríkisins. MYND/Hörður Sveinsson
Rússneskur rétttrúnaðarprestur var brenndur inni ásamt þremur börnum sínum á laugardag og telja rússneskir fjölmiðlar að íkveikjan hafi verið skipulögð til að þagga niður í prestinum, sem barðist ötullega gegn ofdrykkju áfengis. Nokkrir íbúar þorpsins þar sem presturinn bjó sögðu alkóhólista hafa stolið íkonum og öðrum gripum úr kirkjunni til að eiga fyrir næsta sopa.

Íbúar þorpsins og fulltrúar sóknarnefndar sögðu fréttamönnum að presturinn Andrei Nikolayev hafi verið brenndur inni til að stöðva áróður hans gegn áfengisdrykkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×