Erlent

Samskipti Rússa og Breta versna

Samskipti Breta og Rússa hafa versnað í lkjölfar morðsins á Alexander Litvinenko.
Samskipti Breta og Rússa hafa versnað í lkjölfar morðsins á Alexander Litvinenko. MYND/AP

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði í dag að eitrunarmálið væri samskiptum Bretlands og Rússlands erfitt. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem hann hélt í Brussel í dag. „Að leggja of mikla áherslu á þetta mál er óásættanlegt og auðvitað hefur þetta slæm áhrif á samskipti okkar.“

Rússneska sendiráðið staðfesti í dag að það hefði veitt breskum rannsóknarmönnum vegabréfsáritanir til þess að fara til Rússlands. Þar munu þeir síðan yfirheyra menn og tala við Rússana tvo sem Litivinenko hitti daginn sem talið er að hann hafi veikst. Hafa rússnesk yfirvöld heitið fullri samvinnu við bresku rannsóknarmennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×