Írak að sundrast 17. nóvember 2006 19:00 Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta. Erlent Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta.
Erlent Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira