Erlent

Eitt barn og einn hundur

Fyrst ákváðu kínversk stjórnvöld að hjón mættu aðeins eiga eitt barn, og nú hefur verið ákveðið að hver fjölskylda megi aðeins eiga einn hund.

Ástæðan sem gefin er er sú að hundaæði sé orðið vandamál í höfuðborginni, og gegn því þurfi að berjast. Þetta kemur í kjölfar þess að í ágúst voru þúsundir hunda drepnir til þess að draga úr útbreiðslu hundaæðis.

Yfir 2600 manns létust á síðasta ári, eftir að hafa verið bitnir af óðum hundum. Aðeins þrjú prósent hunda í landinu hafa fengið bólusetningu gegn hundaæði. Hundar í Peking eru skráningarskyldir, og þeir sem eiga óskráða hunda verða hér eftir lögsóttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×