Erlent

Átök hafin að nýju í Darfur

Flóttamenn í Darfur
Flóttamenn í Darfur MYND/AP

Stjórnvöld í Súdan gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra starfsmenn hjálparstofnana og blaðamenn í að komast til Darfur héraðs, að sögn mannréttindasamtaka.

Fréttaskýrendur segja að tilgangurinn sé að reyna að fela að átök séu hafin að nýju milli hersins og uppreisnarmanna. Um það bil tuttugu þúsund manns hafa fallið og tvær og hálf milljón er á vergangi, í héraðinu, síðan átök hófust árið 2003.

Stjórnendur Súdans eru Arabar og þeir hafa staðið fyrir þjóðernishreinsunum á svörtum íbúum landsins, í Darfur. Til þess hafa þeir beitt stjórnarher landsins, og auk þess vopnað sveitir vígamanna sem hafa farið myrðandi og nauðgandi um héraðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×