Erlent

Ortega kosinnn forseti í Níkaragva

Daniel Ortega
Daniel Ortega MYND/AP

Daniel Ortega, fyrrum byltingarleiðtogi í Níkaragva, sigraði í forsetakosningunum í landinu. Ortega fékk um 38% greiddra atkvæða. Bandaríkjamenn hafa verið uggandi yfir þeim stuðningi sem Ortega hefur haft. Stuðningur Bandaríkjamanna við Kontra-skæruliða, og þar með blóðuga borgarastyrjöld á níunda áratugnum, varð til þess að Ortega hrökklaðist frá völdum árið 1990.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×