Haukar snúa baki við Bush 4. nóvember 2006 21:00 Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Um er að ræða þá Richard Perle, sem var einn nánasti ráðgjafi Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Adelman, sem átti sæti í varnarmálanefnd varnarmálaráðuneytisins ásamt Perel, og David Frum, fyrrverandi ræðuhöfund forsetans, en hann skrifaði ræðuna frægu um öxulveldi hins illa, það er Írak, Íran og Norður-Kóreu. Þeir tjá sig í viðtölum við bandaríska tímaritið Vanity Fair sem birt verða í janúarhefti þess sem kemur út í næsta mánuði. Útdrættir úr viðtölunum voru birtir á vefsíðu blaðsins í dag. Sú birting hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að þrír dagar eru til þingkosninga í Bandaríkjunum. Perle og Adelman voru einhverjir helstu stuðningsmenn innrásarinnar í Írak. Þeir segja nú að þeir hefðu aldrei stutt hana hefðu þeir vitað hversu klaufalega yrði staðið að málum eftir að búið væri að steypa Saddam Hússein af stóli. Talsmaður Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um það sem fram kemur í greininni í dag. Bush Bandaríkjaforseti hefur reynt sitt til að styðja frambjóðendur Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á þriðjudag en margir þeirra hafa afþakkað hjálp hans. Kannanir benda til þess að demókratar bæti töluvert við sig í báðum þingdeildum og nái jafnvel meirihluta. Repúblíkanar telja þó margir að dómur sem kveðinn verður upp yfir fyrrverandi Íraksforseta í fyrramálið verði til að styrkja stöðu flokksins á heimavelli. Um er að ræða ákærur vegna fjöldamorða í Dujail fyrir tuttugu og fjórum árum. Öryggisgæsla í helstu borgum Íraks hefur verið hert þar sem stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa hótað óeirðum verði hann dæmdur til dauða. Réttarhöldum yfir Hússein lýkur þó ekki á morgun því fleiri ákærur á eftir að taka fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Um er að ræða þá Richard Perle, sem var einn nánasti ráðgjafi Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Adelman, sem átti sæti í varnarmálanefnd varnarmálaráðuneytisins ásamt Perel, og David Frum, fyrrverandi ræðuhöfund forsetans, en hann skrifaði ræðuna frægu um öxulveldi hins illa, það er Írak, Íran og Norður-Kóreu. Þeir tjá sig í viðtölum við bandaríska tímaritið Vanity Fair sem birt verða í janúarhefti þess sem kemur út í næsta mánuði. Útdrættir úr viðtölunum voru birtir á vefsíðu blaðsins í dag. Sú birting hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að þrír dagar eru til þingkosninga í Bandaríkjunum. Perle og Adelman voru einhverjir helstu stuðningsmenn innrásarinnar í Írak. Þeir segja nú að þeir hefðu aldrei stutt hana hefðu þeir vitað hversu klaufalega yrði staðið að málum eftir að búið væri að steypa Saddam Hússein af stóli. Talsmaður Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um það sem fram kemur í greininni í dag. Bush Bandaríkjaforseti hefur reynt sitt til að styðja frambjóðendur Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á þriðjudag en margir þeirra hafa afþakkað hjálp hans. Kannanir benda til þess að demókratar bæti töluvert við sig í báðum þingdeildum og nái jafnvel meirihluta. Repúblíkanar telja þó margir að dómur sem kveðinn verður upp yfir fyrrverandi Íraksforseta í fyrramálið verði til að styrkja stöðu flokksins á heimavelli. Um er að ræða ákærur vegna fjöldamorða í Dujail fyrir tuttugu og fjórum árum. Öryggisgæsla í helstu borgum Íraks hefur verið hert þar sem stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa hótað óeirðum verði hann dæmdur til dauða. Réttarhöldum yfir Hússein lýkur þó ekki á morgun því fleiri ákærur á eftir að taka fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira