Erlent

Elsta kona í heimi látin

Frú Bolden bjó á hjúkrunarheimili síðustu tvö ár ævi sinnar.
Frú Bolden bjó á hjúkrunarheimili síðustu tvö ár ævi sinnar. MYND/AP
Elísabet Bolden, sem talið er að hafi verið elsta kona í heimi, lést í gær, 116 ára að aldri. Héraðsfjölmiðlar í Tennesse í Bandaríkjunum greina frá þessu í dag. Hún var dóttir frelsaðra þræla, fædd þann 15. ágúst 1890. Hún lætur eftir sig 554 afkomendur, þar af 75 barnabarnabarnabarnabörn.

Heimsmetabók Guinness hafði fyrr á þessu ári sett Elísabetu í efsta sæti á listanum yfir elsta fólk í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×