Erlent

Hafísinn gæti heyrt sögunni til eftir 34 ár

Heimskautaísinn gæti horfið á sumrin, ef spár vísindamannanna ganga eftir.
Heimskautaísinn gæti horfið á sumrin, ef spár vísindamannanna ganga eftir. MYND/HeS

Bandarískir og kanadískir vísindamenn spá því í nýlegri rannsókn að Norðurpóllinn verði íslaus síðsumars strax árið 2040, vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Að þeirra mati mun hafísinn hopa fjórfalt hraðar eftir 20 ár en hann hefur nokkurn tíma gert í sögunni.

Rannsóknin verður birt í vísindatímaritinu Geophysical Research Letters on Tuesday. Þar segir forsprakki vísindamannanna, hin bandaríska Marika Holland: "hafísinn hefur þegar dregist gífurlega mikið saman en niðurstöðurnar okkar sýna að það sem gerist á næstu áratugum gæti reynst mun afdrifaríkara en nokkuð af því sem við höfum séð hingað til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×