Erlent

Augusto Pinochet er allur

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, lést í dag, níutíu og eins árs að aldri. Pinochet hafði verið heilsutæpur um nokkurt skeið og fékk alvarlegt hjartaáfall fyrir viku. Hann var oddviti herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í Chile árið 1973 og ríkti í sautján ár. Á þeim tíma voru yfir þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum meðan á ógnarstjórninni stóð. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×