Viktor Bjarki Arnarsson úr Víkingi og Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val voru í gær valin leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í knattspyrnu á lokahófi HSÍ sem haldið var á Hótel Íslandi.
Birkir Már Sævarsson og Guðný Björk Óðinsdóttir úr Valsliðinu voru kjörin efnilegustu leikmenn ársins og Garðar Örn Hinriksson var kjörinn besti dómarinn. Þá voru stuðningsmenn Skagamanna í karlaflokki og Vals í kvennaflokki kosnir bestu stuðningsmennirnir.