Guðmundur áfram hjá Val

Knattspyrnudeild Vals hefur tilkynnt það á heimasíðu sinni að félagið hafi náð samkomulagið við Guðmund Benediktsson um að spila í það minnsta eitt ár til viðbótar með liðinu. Guðmundur hefur verið lykilmaður í Valsliðinu síðan hann gekk í raðir félagsins frá KR fyrir tímabilið í fyrra.