Erlent

Færa Palestínumönnum neyðarhjálp

"Neyðin er sífellt að versna hérna", segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem nú er staddur nærri Hebron á Vesturbakka Jórdanar. Hann fór sjálfur til Palestínu með neyðarhjálp til bágstaddra, eftir endurtekna misbresti á því að fjárhagsaðstoð berist réttum viðtakendum í Palestínu.

"Fátæktin er orðin alveg óskapleg. Jafnvel þeir sem hafa vinnu fá ekki launin sín og hafa ekki fengið mánuðum saman ... Ástandið er skárra í landbúnaðarhéruðum eins og hér þar sem fólk getur haft eigin afurðir á borðum." Þannig lýsir Sveinn ástandinu í Palestínu nú um hátíðarnar, en fyrir utan jól kristinna manna og áramótin er einnig haldið upp á eina stærstu hátíð múslima á morgun, Eid-al-Adha.

Í tilkynningu frá félagin Ísland-Palestína var neyðaraðstoð til Öryrkjabandalags Palestínu stöðvuð og önnur sending til Blindarfélags Palestínu komst ekki til skila í gegnum SWIFT greiðslu með þeirri skýringu að reikningur hafi ekki fundist. Í ljósi þessa hefur Félagið Ísland-Palestína kosið að senda peninga úr neyðarsöfnun til Palestínu með þeim Íslendingum sem þangað fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×