Erlent

Lík sex manna hafa fundist eftir þyrluslys

Óttast er að sjö manns hafi farist í þyrluslysi við Morecambe-flóa í Lancashire-héraði á Englandi í gærkvöldi. Lík sex manna hafa fundist á svæðinu en leit stendur enn yfir af þeim sjöunda.

Þyrlan var á leið frá flugvelli í Blackpool út á jarðgas-borpall skammt undan ströndum landsins þegar slysið varð. Um borð voru fimm farþegar og tveir flugmenn. Ekkert er vitað um hvers vegna þyrlan fórst en rannsókn á orsökum slyssins stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×