Erlent

Varar við gasleysi í Evrópulöndum

Hvítrússar eru þegar farnir að safna eldiviði til að kynda með ef gaslaust verður í landinu.
Hvítrússar eru þegar farnir að safna eldiviði til að kynda með ef gaslaust verður í landinu. MYND/AP

Ósamkomulag um verð á jarðgasi til Hvítrússa gæti orðið til þess að hlutar af Evrópu verði gaslausir frá og með 1. janúar. Fulltrúar rússneska fyrirtækisins Gazprom vöruðu Evrópubúa sem treysta á gas frá fyrirtækinu, sérstaklega í Póllandi, LItháen og Þýskalandi, við því að truflanir gætu orðið á gasútflutningi til landanna.

Rússneska eldsneytisfyrirtækið Gazprom hótar því nú að á nýju ári verði skorið á allan gasútflutning til Hvítrússa, ef þeir greiði ekki rúmlega tvöfalt gasverð miðað við núverandi verðskrá.

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi segjast á móti ætla að loka gasleiðslum rússneska fyrirtækisins um landið, sem yrði til þess að afurðir Gazprom bærust ekki til viðskiptavina þess í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×