Erlent

Íslamistar draga sig frá Mogadishu

Stjórnarhermenn í Sómalíu hafa fengið liðsstyrk frá Eþíópíu til að berjast gegn uppreisnarsveitunum.
Stjórnarhermenn í Sómalíu hafa fengið liðsstyrk frá Eþíópíu til að berjast gegn uppreisnarsveitunum. MYND/AP

Sómölsku uppreisnarsamtökin Íslamska dómstólaráðið tilkynntu rétt upp úr sex í morgun að þau myndu draga allar bardagasveitir sínar frá höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, sem uppreisnarmennirnir hafa haft á valdi sínu frá því í júní.

Stjórnarhermenn, með liðsstyrk eþíópískra hermanna, hefur fikrað sig nær höfuðborginni síðan Jowhar, mikilvægur bær á leiðinni til höfuðborgarinnar, féll í hendur stjórnarhersins í gær. Uppreisnarmennirnir ætluðu þó ekki að gefast upp þó þeir yfirgefi eitt helsta vígi sitt undanfarið hálft ár, heldur útskýrðu flóttann sem stríðstækni og sögðu sveitir sínar áfram verða sterkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×