Skammdegisþunglyndi er mýta 31. desember 2006 07:30 Dimmasti tími ársins Skammdegisþunglyndi er bara mýta, kemur fram í nýrri evrópskri rannsókn. Skammdegisþunglyndi sem stafar af ljósskorti er bara mýta sem fundin var upp í Bandaríkjunum árið 1984, er niðurstaða tveggja vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Vidje Hansen, sálfræðiprófessor við háskólann í Tromsø, og Greta Brancaleoni, ítalskur kollegi hans, tóku sig saman og mældu skapsveiflur íbúa Tromsø og Ferrara á Ítalíu í nóvembermánuði. Fyrrnefndi bærinn er á 69. breiddargráðu en sá síðarnefndi á 44. breiddargráðu svo munurinn á birtunni þar á veturna er mikill og var nóvember valinn því samkvæmt skoðanakönnunum telja bæði Norðmenn og Ítalir hann vera erfiðasta mánuðinn. „Við uppgötvuðum að skap- og hegðunarsveiflur tengdust veðrinu almennt en ekki skorti á dagsbirtu. Þar fyrir utan uppgötvuðum við að Ítölunum fannst nóvember enn erfiðari en okkur Norðmönnum, en þegar komið er fram í desember, sem er virkilega dimmur, sögðu bæði Ítalar og Norðmenn að þeim líkaði sá mánuður vel. Þetta sýnir að það hriktir í stoðum fyrirbærisins skammdegisþunglyndi,“ sagði Hansen í samtali við fréttamenn norska blaðsins Aftenposten. Árið 1984 stungu bandarískir vísindamenn upp á því að vetrarþunglyndi stafaði af skorti á dagsljósi, en því lengra norður sem farið er á hnettinum þeim mun fleiri þjást af þessu árstíðabundna þunglyndi. En Hansen telur veðrið hafa meira með dapurleika og orkuleysi á veturna að gera heldur en ljósið, einkum vegna þess að mörgum Tromsø-búum finnst maí vera einn versti mánuðurinn. „Þetta segir mér að væntingar breyta öllu um það hvernig fólk upplifir veður. Í Norður-Noregi er maður óánægðari með slæmt sumar en slæman vetur,“ sagði Hansen. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Skammdegisþunglyndi sem stafar af ljósskorti er bara mýta sem fundin var upp í Bandaríkjunum árið 1984, er niðurstaða tveggja vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Vidje Hansen, sálfræðiprófessor við háskólann í Tromsø, og Greta Brancaleoni, ítalskur kollegi hans, tóku sig saman og mældu skapsveiflur íbúa Tromsø og Ferrara á Ítalíu í nóvembermánuði. Fyrrnefndi bærinn er á 69. breiddargráðu en sá síðarnefndi á 44. breiddargráðu svo munurinn á birtunni þar á veturna er mikill og var nóvember valinn því samkvæmt skoðanakönnunum telja bæði Norðmenn og Ítalir hann vera erfiðasta mánuðinn. „Við uppgötvuðum að skap- og hegðunarsveiflur tengdust veðrinu almennt en ekki skorti á dagsbirtu. Þar fyrir utan uppgötvuðum við að Ítölunum fannst nóvember enn erfiðari en okkur Norðmönnum, en þegar komið er fram í desember, sem er virkilega dimmur, sögðu bæði Ítalar og Norðmenn að þeim líkaði sá mánuður vel. Þetta sýnir að það hriktir í stoðum fyrirbærisins skammdegisþunglyndi,“ sagði Hansen í samtali við fréttamenn norska blaðsins Aftenposten. Árið 1984 stungu bandarískir vísindamenn upp á því að vetrarþunglyndi stafaði af skorti á dagsljósi, en því lengra norður sem farið er á hnettinum þeim mun fleiri þjást af þessu árstíðabundna þunglyndi. En Hansen telur veðrið hafa meira með dapurleika og orkuleysi á veturna að gera heldur en ljósið, einkum vegna þess að mörgum Tromsø-búum finnst maí vera einn versti mánuðurinn. „Þetta segir mér að væntingar breyta öllu um það hvernig fólk upplifir veður. Í Norður-Noregi er maður óánægðari með slæmt sumar en slæman vetur,“ sagði Hansen.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira