Erlent

Efaðist um réttmæti innrásar

Gerald Ford leynilegt viðtal var tekið við forsetann.
Gerald Ford leynilegt viðtal var tekið við forsetann.

Nýlátinn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Gerald R. Ford, efaðist mjög um réttmæti ákvörðunar George W. Bush, núverandi forseta Bandaríkjanna, um innrásina í Írak.

Þetta kom fram í leynilegu viðtali sem blaðamaður Washington Post tók við Ford með því skilyrði að viðtalið yrði ekki birt fyrr en eftir fráfall Fords. Viðtalið, sem tekið var í júlí 2004, var birt í gær, en Ford lést á þriðjudaginn.

Ford sagðist vera afar mótfallinn stefnu Bush í Íraksmálum.

„Ég held ekki að ég hefði farið í stríð,“ sagði Ford og bætti við að betra hefði verið að leita friðsamlegra lausna á málunum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×