Erlent

Vill sjö konur í ríkisstjórnina

Sjö kvenráðherrar verða í næstu ríkisstjórn Ekvadors, af sautján ráðherrum alls. Varnarmálaráðherra verður frú Guadalupe Larriva, en hún er forseti Jafnaðarmannaflokksins.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu landsins sem sterkara kynið fer með varnarmálin, en hernaðarsérfræðingurinn Luis Hernandez fagnar tilbreytingunni og segir að ekvadorskir hermenn geti vel hlýtt skipunum frá konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×