Pílagrímar streyma til Mekka 29. desember 2006 05:30 Gengið umhverfis helgidóminn í Mekka. Gífurlegur mannfjöldi safnast saman ár hvert í Mekka í Sádi-Arabíu þegar múslímar halda þangað í pílagrímaför sína. Í ár er reiknað með að þrjár milljónir manna leggi leið sína þangað. MYND/AP Í gær var fyrsti dagurinn í árlegri pílagrímagöngu múslíma til Mekka, sem stendur fram á mánudag. Pílagrímarnir gengu í gær, eins og gert er á hverju ári, þrettán kílómetra leið í gegnum eyðimerkurdal frá Mekka til Mína, allir íklæddir hvítum kyrtlum til þess að minna á að allir menn eru jafnir fyrir guði. Búist er við að nærri þrjár milljónir múslíma leggi leið sína þangað í ár, þar af er tæpur helmingur frá Sádi-Arabíu en aðrir eru aðkomumenn víðs vegar að úr heiminum. Fjöldinn er svo gífurlegur að oft stafar stórhætta af. Fyrir ári létust meira en 260 manns í troðningnum og hafa stjórnvöld í Sádi-Arabíu árum saman verið sökuð um að gæta ekki nógu vel að öryggi pílagrímanna. Nú í ár hafa þau hins vegar varið miklu fé til þess að bæta alla aðstöðu við hina helgu staði til þess að umferð hinna gangandi pílagríma gangi greiðar fyrir sig. Þá hafa meira en 30 þúsund lögreglumenn verið sendir á vettvang og ferðalangarnir eru sérstaklega beðnir um að hafa engan farangur með sér í gönguna, þar sem troðningurinn á síðasta ári hófst með því að nokkrir ferðamenn hrösuðu um farangur í mannfjöldanum. Pílagrímaferð til Mekka er ein af fimm frumskyldum múslíma. Þeim ber að fara í slíka ferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni, svo framarlega sem þeir hafa heilsu til þess og efni á því. Pílagrímarnir dvelja í Mekka og nágrenni í nokkra daga og fylgja þar hefðum sem eru í mjög föstum skorðum. Í gær gengu þeir í kringum Kaaba, svarta kassalaga steinbyggingu sem er helgasti staður íslams. Gengið er sjö sinnum rangsælis í kringum Kaaba, þrisvar hratt og síðan fjórum sinnum á eðlilegum gönguhraða. Í dag halda þeir frá Mekka til Mína þar sem þeir dveljast í stórum tjaldbúðum yfir nótt, og þaðan liggur leiðin síðan til fjallsins Arafat þar sem farið er með bænir. Mesta hættan fyrir pílagrímana hefur orðið undir lok ferðarinnar þegar þeir safnast saman við þrjár steinsúlur í Mina til þess að kasta í þær grjóti og eru þá með táknrænum hætti að grýta djöfulinn. Nú í ár er andrúmsloftið markað af áhyggjum múslíma af átökum í Írak, fyrir botni Miðjarðarhafs og nú síðast í Sómalíu. Spenna milli súnní-múslíma og sjía er mikil, einkum þó í Írak, en báðar þessar meginfylkingar sameinast í pílagrímaförinni. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Í gær var fyrsti dagurinn í árlegri pílagrímagöngu múslíma til Mekka, sem stendur fram á mánudag. Pílagrímarnir gengu í gær, eins og gert er á hverju ári, þrettán kílómetra leið í gegnum eyðimerkurdal frá Mekka til Mína, allir íklæddir hvítum kyrtlum til þess að minna á að allir menn eru jafnir fyrir guði. Búist er við að nærri þrjár milljónir múslíma leggi leið sína þangað í ár, þar af er tæpur helmingur frá Sádi-Arabíu en aðrir eru aðkomumenn víðs vegar að úr heiminum. Fjöldinn er svo gífurlegur að oft stafar stórhætta af. Fyrir ári létust meira en 260 manns í troðningnum og hafa stjórnvöld í Sádi-Arabíu árum saman verið sökuð um að gæta ekki nógu vel að öryggi pílagrímanna. Nú í ár hafa þau hins vegar varið miklu fé til þess að bæta alla aðstöðu við hina helgu staði til þess að umferð hinna gangandi pílagríma gangi greiðar fyrir sig. Þá hafa meira en 30 þúsund lögreglumenn verið sendir á vettvang og ferðalangarnir eru sérstaklega beðnir um að hafa engan farangur með sér í gönguna, þar sem troðningurinn á síðasta ári hófst með því að nokkrir ferðamenn hrösuðu um farangur í mannfjöldanum. Pílagrímaferð til Mekka er ein af fimm frumskyldum múslíma. Þeim ber að fara í slíka ferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni, svo framarlega sem þeir hafa heilsu til þess og efni á því. Pílagrímarnir dvelja í Mekka og nágrenni í nokkra daga og fylgja þar hefðum sem eru í mjög föstum skorðum. Í gær gengu þeir í kringum Kaaba, svarta kassalaga steinbyggingu sem er helgasti staður íslams. Gengið er sjö sinnum rangsælis í kringum Kaaba, þrisvar hratt og síðan fjórum sinnum á eðlilegum gönguhraða. Í dag halda þeir frá Mekka til Mína þar sem þeir dveljast í stórum tjaldbúðum yfir nótt, og þaðan liggur leiðin síðan til fjallsins Arafat þar sem farið er með bænir. Mesta hættan fyrir pílagrímana hefur orðið undir lok ferðarinnar þegar þeir safnast saman við þrjár steinsúlur í Mina til þess að kasta í þær grjóti og eru þá með táknrænum hætti að grýta djöfulinn. Nú í ár er andrúmsloftið markað af áhyggjum múslíma af átökum í Írak, fyrir botni Miðjarðarhafs og nú síðast í Sómalíu. Spenna milli súnní-múslíma og sjía er mikil, einkum þó í Írak, en báðar þessar meginfylkingar sameinast í pílagrímaförinni.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira