Erlent

Sáttur við að fórna lífi sínu

Fréttir af dauðadómi Saddams Husseins hafa vakið gríðarlega athygli í Írak.
Fréttir af dauðadómi Saddams Husseins hafa vakið gríðarlega athygli í Írak. MYNDAP

Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, hvetur landa sína til að hata ekki erlenda hermenn sem staddir eru í landinu undir forystu Bandaríkjahers. Þetta kom fram í kveðjubréfi frá honum sem birt var á vefsíðu stuðningsmanna hans í gær.

Þá segist hann sáttur við að fórna lífi sínu fyrir landið, en hann hefur verið dæmdur til hengingar einhvern tíma á næstu fjórum vikum fyrir að hafa fyrirskipað aftöku fjölda manna, kvenna og barna í bænum Dujail árið 1982.

Stuðningsmenn Saddams hafa hótað hefndum verði leiðtogi þeirra líflátinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×