Arsenal hefur forystu gegn Blikum
Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign Breiðabliks og Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópukeppninni í knattspyrnu og hefur enska stórliðið 1-0 forystu. Það var enski landsliðsmaðurinn Kelly Smith sem skoraði mark Lundúnaliðsins eftir hálftíma leik eftir frábært einstaklingsframtak. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu.