Norrænu samstarfi beitt til að auka samkeppnishæfi 1. nóvember 2006 06:15 Halldór Ásgrímsson segist horfa til þess með tilhlökkun að takast á við starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi. Erlent Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi.
Erlent Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira