Forðuðust deilur í sjónvarpinu 19. október 2006 04:00 Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius Gættu þess að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru. MYND/AP Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur. Erlent Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur.
Erlent Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira