Búa sig undir aðra sprengju 18. október 2006 06:00 Hwang Jang Yop Var einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu þegar hann flúði land árið 1997. MYND/AP Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum. Erlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum.
Erlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira