Erlent

Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskoti

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, í viðtali við Brit Hume, fréttamann Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, í viðtali við Brit Hume, fréttamann Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær.

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann beri fulla ábyrgð á óhappinu sem varð í veiðiferð hans og félaga hans, milljarðamæringsins Harrys Whittingtons, um síðustu helgi. Cheney særði þá Whittington í andliti og á bringu. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í gær í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox en háværar kröfur voru uppi um það að hann svaraði spurningum um atvikið. Hvíta húsið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að greina ekki frá atvikinu strax en fréttir af því birtust fyrst í staðarblaði í Texas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×