Erlent

Enginn látinn í hryðjuverkaárásum í ár

Lögreglan í Indónesíu þakkar harðari vinnubrögðum og félagslegum úrbótum að enginn ferðamaður hefur látið lífið í hryðjuverkaárás á eyjunum í ár. 183 ferðamenn létust á síðasta ári í 19 sprengjuárásum en í ár hafa fjórir særst í 17 sprengjum, en enginn hefur látist.

Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa hrósað Indónesíu fyrir hörð viðbrögð eftir mannskæðar árásir undanfarin ár.

"Ég held að aðgerðum okkar til að koma í veg fyrir árásir og koma upp um hryðjuverkahringi sé um að þakka," sagði Adi Sutjipto, öryggismálaráðherra Indónesíu. Einnig þakkaði hann úrbótum á félagslegum og efnahagslegum vandamálum.

Mannskæðasta sprengjuárásin á ferðamannastað í landinu var gerð á eyjunni Balí árið 2005 þar sem 202 misstu lífið. Önnur stór árás var gerð á síðasta ári.

Fleiri en 190 skæruliðar hafa verið handteknir og fimm hafa verið dæmdir til dauða, sem fram kom í ræðu yfirmanns hryðjuverkalögreglu Indónesíu fyrr í þessum mánuði. Sprengjuhönnuðurinn Noordin Top, sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um nokkrar stórar sprengingar, gengur hins vegar enn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×