Erlent

Hátt í tvær milljónir króna fást fyrir Bítlaplötu

Bandaríska útgáfan af Meet the Beatles
Bandaríska útgáfan af Meet the Beatles

Metfé, 115.000 dollarar, (1.792.750 ísl. kr.) fékkst fyrir Bítlaplötu sem var til sölu á uppboðsvefnum itsonlyrocknroll.com. Þarna var á ferðinni óþekktur aðili, sem keypti eintak af "Meet The Beatles", fyrstu LP plötunni, sem The Beatles gáfu út í Bandaríkjunum hjá Capitol hljómplötuútgáfunni. Mark Zakarin, talsmaður itsonlyrocknroll.com segir að þetta sé hæsta verð sem fengist hafi fyrir áritaða plötu með Bítlunum á opinberu uppboði.

Seljandinn var Louise, systir George heitins Harrisons. Hann hafði áritað plötuna til systur sinnar með orðunum "To Lou with love from brother". John Lennon hafði skrifað "To Lou many love from John Lennon X" og áritanir Pauls McCartneys og Ringos Starrs voru á svipuðum nótum. Fjórmenningarnir skrifuðu utan á plötuumslagið á lestarferð til Washington í ársbyrjun 1964.

Breska útgáfan af "Meet the Beatles", var önnur LP platan sem þeir gáfu út. Hún kom út í Bretlandi 22. nóvember 1963. Bandaríska útgáfan, sem kom út 20. janúar 1964, var öðruvísi en sú breska að því leyti, að fimm lög voru fjarlægð("Money", "You've Really Got A Hold On Me", "Devil In Her Heart", "Please Mister Postman", and "Roll Over Beethoven"), og í staðinn sett "I Want To Hold Your Hand/When I Saw Her Standing There", sem var fyrsti smáskífusmellur Bítlanna í Ameríku og "This Boy", sem var B-hlið smáskífunnar í Bretlandsútgáfu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×