Erlent

Ísraelar munu hefna árásar

Ísraelski herinn mun hefna eldflaugaárásar frá palestínskum vígasveitum á Gaza-ströndinni, á ísraelska bæinn Sderot, þar sem þetta sé brot á vopnahléi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Ehuds Olmerts. Tveir særðust í gær þegar Qassam eldflaugum á Sderot.

"Fyrirskipun hefur verið gefin til varnarsveitanna að ráðast nákvæmlega gegn eldflaugasveitunum," segir í yfirlýsingunni. "Á sama tíma ætlar Ísrael að halda vopnahléð og vinna áfram með palestínsku heimastjórninni til þess að skjótt verði brugðist við Qassam-árásunum," og þykir þetta orðalag benda til að ekki sé meiriháttar árás í uppsiglingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×