Erlent

Flest innbrot í Árósum

Aldrei hefur verið brotist inn í fleiri hús yfir hátíðarnar í Danmörku en nú í ár, eftir því sem dagblaðið Politiken greinir frá. Þar segir að innbrotsþjófarnir hafi verið einkar stórtækir í Árósum þar sem 110 innbrot hafa verið kærð, fleiri en í Kaupmannahöfn, þar sem einungis 86 innbrot höfðu verið kærð.

Samtals hafa Danir tilkynnt 640 innbrot eftir jólahelgina en fjöldi kæra var 600 í fyrra. Lögreglan segir að fjöldinn eigi enn eftir að aukast, þar sem enn séu ekki allir komnir heim úr jólafríi.

Á venjulegum degi eru um 90 innbrot framin í Danmörku, þannig að fjöldinn rúmlega sjöfaldast á aðfangadagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×