Erlent

Japanskur ráðherra segir af sér

Ráðherra stjórnsýsluendurskoðunar í Japan, Genichiro Sata, sagði af sér í morgun vegna hneykslismáls tengdu fjárstuðningi við framboð hans. Þetta er annað opinbera hneykslið á viku sem leiðir til afsagnar fylgisveins forsætisráðherrans. Ríkisstjórn Shinzos Abes, forsætisráðherra, nýtur æ minni stuðnings landsmanna.

 

Í síðustu viku þurfti formaður nefndar um skattalagaendurskoðun að segja af sér vegna orðróms um að hann byggi með elskhuga í dýrri íbúð sem greidd væri að hluta með almannafé. Hann var sérstaklega skipaður af forsætisráðherranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×