Erlent

Hvetur til tafarlauss vopnahlés í Sómalíu

Stjórnarhermenn á vörubílspalli í Sómalíu.
Stjórnarhermenn á vörubílspalli í Sómalíu. MYND/AP

Yfirerindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu hvatti í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma umsvifalaust á vopnahléi í Sómalíu milli uppreisnarsamtakanna sem kalla sig Íslamska dómstólaráðið og bráðabirgðastjórnarinnar, sem studd er af eþíópískum stjórnvöldum og vernduð af hersveitum nágrannaríkisins.

Erindrekinn skýrði öryggisráðinu frá því að bardagarnir næðu nú yfir 400 kílómetra breitt svæði og að ofbeldið hindraði starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í að koma neyðarhjálp til þeirra sem á þurfa að halda vegna stríðsins og vegna flóða sem ollu nýverið spjöllum víðs vegar um Austur-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×