London í dag 10. júlí 2005 00:01 Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira